Vörulýsing
Tear Stain Topical Remover má nota fyrir hunda og ketti eldri en 12 vikna.
Til útvortis notkunar.
Efnið er mildur, vatnsbaseraður lögur til að hreinsa tára- og munnvatnstauma úr feldi dýranna.
Berið efnið á táratauma á augnsvæði, og niður eftir andliti með bómull eða mjúkum klút. Látið liggja í feldinum smá stund og hreinsið vel með hreinu vatni.
Ef litur frá tárataumum er í feldi t.d á brjóstkassa eða fótum, má nota efnið til að hreinsa þau svæði líka.
Varist að efnið berist í augu, ef það skeður þá skolið vel með hreinu vatni.
Efnið veldur ekki sviða, en mælt er með því að það berist ekki í augu.
Bestur árangur næst, sé efnið notað reglulega.
Innihald.: Deionized Water, Disodium Cocoamphodiacetate, Cucumber & Watercress Extract, Aloe Vera Extract, Cetyl Pyridinium Chloride.
Fyrir hunda og ketti.